Klukk!!!

Já hann Mummi var svo elskulegur að klukka mig, sem þýðir að ég á að koma með 5 gagnlausar staðreyndir um sjálfan mig. Vá ég veit ekki hvar ég á að byrja.

1. Ég drekk mikið kaffi og finnst óstjórnlega gott að hafa það í bragðmeira lagi. Með kaffinu finnst mér einstaklega gott að narta í einn Anton Berg mola á tyllidögum.

2. Mummi talaði um að hann ætti það til að telja allt og alla skapaða hluti. Ég er svipaður nema að ég reyni oft að sjá mynstur og "symmetríur" í kringum mig þegar ég sit og bíð eftir einhverju.

3. Ég veit að það hljómar skringilega en mér finnst gaman að sjá velfægð blöndunartæki inn á baði og í eldhúsi. Stundum pússa ég þau sjálfur og er ég ekki alltaf heima hjá mér. Best að bleyta blöndunartækin og þurrka af með bleyjutusku.

4. Ég er veikur fyrir gömlum hljómtækjum.

5. Skóbúðir hafa oft fangað athygli mína, en sem betur fer kaupi ég nú ekki í hvert skipti sem ég fer þangað inn.

Jæja, það var svo sem af nógu að taka en þetta var það sem mér datt í hug svona fyrst. Nú til að viðhalda hefðinni þá ætla ég að klukka eftirfarandi vini mína,

Steina og Guðrúnu já þið eigið bæði að svara, Gúu frænku, Söru, Helga og að lokum Rúnu Björk svo að hún fari nú að blogga smá

Ummæli

Mummi sagði…
dulleur dágur!
var þetta nokkuð voðalega sárt ha?
hehehe - ég er alveg eins og þú með blöndunartækin sko - skola oft tækið á baðinu um leið og ég þvæ mér um hendurnar og þurrka svo með handklæðinu - tvær flugur í einum þvætti...
Arnar Thor sagði…
Kolla Klukk!!! Nú skaltu koma med 5 gagnlausar stadreyndir um sjálfa þig á blogginu þínu.

kveðja,

Arnar Thor

Vinsælar færslur